Beta Bestaskinn...

The raisin at the end of the hot-dog!!!
sunnudagur, janúar 23, 2005
jæja þá er ég formlega búin að gefast upp á blogspot!!

og farin á blog.central.is

http://blog.central.is/betabestaskinn/index.php

þið kannski gefið mér smá sjéns.. ég er að koma þessu öllu saman upp svo að þetta verði flott og fínt!!

see you there!! :o)


skrifað af Beta kl. 23:58

fimmtudagur, desember 16, 2004
Er ekki gott að búa á íslandi ! Úr dagbók vinar míns!

12. Ágúst - Fluttum til Íslands að vinna. Settumst að fyrir austan. Ég er svo spenntur. Það er svo fallegt hérna, fjöllin eru dýrleg. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þau líta út í vetur þegar það fer að snjóa.

14. Október - Ísland er fallegasta land í heimi. Laufin eru öll rauð og appelsínugul. Sáum hreindýr í dag. Þau eru svo falleg. Það er svo kyrrlátt hérna, algjör paradís. Ég ætla sko að búa hérna það sem eftir er.

11. Nóvember - Bráðum byrjar hreindýra veiðitímabilið. Ég get ekki ímyndað mér að einhver vilji drepa þessi fallegu dýr. Vona að það fari að snjóa. Ég elska þetta land.

15. Nóvember - Það snjóaði í nótt. Þegar ég vaknaði var allt hvítt. Þetta er eins og póstkort. Við fórum út og hreinsuðum snjóinn af tröppunum og mokuðum innkeyrsluna. Fórum í snjóbolta slag (ég vann). Þegar snjóruðningstækið ruddi götuna, þurftum við að moka aftur. Ég elska Ísland!

22. Nóvember - Meiri snjór í nótt. Snjóruðningstækið lék sama leikinnmeð innskeyrsluna okkar. Fínt að vera hérna.

15. Desember - Enn meiri snjór í nótt. Komst ekki út úr innkeyrslunni og í vinnuna. Það er fallegt hérna, en ég er orðinn ansi þreyttur á að moka snjó. Helvítis snjóruðningstæki.

22. Desember - Meira af þessu hvíta drasli féll í nótt. Ég er kominn með blöðrur í lófana og illt í bakið af öllu þessu moki. Ég held að gaurinn á snjóruðningstækinu bíði við hornið þar til ég er búinn að moka innkeyrsluna. Helvítis asninn.

24. Desember - Gleðileg Jól, eða þannig! Enn meiri anskotans snjór. Ef ég næ í helvítis fíflið sem keyrir snjóruðningstækið, þá sver ég að ég drep helvítið. Af hverju salta þeir ekki helvítis göturnar hérna meira.

18. Janúar - Meiri hvítur skítur í nótt. Búinn að vera inni í þrjá daga. Bíllinn er fastur undir heilu fjalli af snjó sem fíflið á ruðningstækinu er búinn að ýta að innkeyrslunni okkar. Veðurfræðingurinn spáði 20 cm jafnföllnum snjó næstu nótt. Veistu hvað það eru margar skóflur?

19. Janúar - Helvítis veðurfræðingurinn hafði rangt fyrir sér. Við fengum 35 cm af skít í þetta skipti. Ef það heldur svona áfram þá bráðnar þetta drasl ekki fyrr en um mitt sumar.Snjóruðningstækið festi sig í götunni og helvítis fíflið kom og spurði hvort ég gæti lánað honum skóflu. Eftir að hafa sagt honum að ég væri búinn að brjóta sex í vetur við að moka í burtu snjónum sem

4. Febrúar - Komst loksins út úr húsi í dag. Fór í búðina að versla og áleiðinni til baka hljóp hreindýr fyrir bílinn. Skemmdir upp á tugi þúsunda. Vildi að þessum kvikindum hefði verið útrýmt síðasta haust.

3. Maí - Fór með bílinn á verkstæði í bænum. Ótrúlegt hvað þetta ryðgar af öllu þessu saltdrasli sem þeir strá á vegina.

19. Maí - Flutti til Spánar. Skil ekki að nokkur maður með viti skuli vilja búa á skítaskeri eins og Íslandi!
Þetta er alveg tær snilld þessi saga!!! :o)


skrifað af Beta kl. 14:16

mánudagur, desember 13, 2004
jæja..

ég ætla að skoða þetta betur... það er einhver pikkles með síðuna mína...

um leið og ég sendi inn breytingar í "template" þá hendir hún út helmingnum.... gestabókinni og linkum og fleiri... ég er ekki alveg sátt við það!!

þannig að until next time...

knus og kram


skrifað af Beta kl. 10:58

sunnudagur, nóvember 07, 2004
Jæja...

hvað á litla sæta gimbrin mín að heita??
hún er fallega hvít og kollótt... frekar stór á miðað við aldur og fékk góða dóma þegar hún var skoðuð... þannig að mér er tjáð að hún eigi eftir að gefa af sér stór og falleg lömb.... númerið hennar í fjárbókinni er 444 :o)

endilega sendið inn comment .. allt verður tekið til greina!

knus og kram


skrifað af Beta kl. 13:06

miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Já já .. þá er maður kominn í borg óttans á ný...

Sunnudagurinn fór í smá trévinnu... en svona uppúr hálf 2 þá komst ég að því að mín heilsa var ekki verst þennan daginn.. þegar ég og Ólöf Ragna fórum og færðum Gunna og Lóu kaffi út í herbergi þá fundum við ekki Gunna... hann féll svona snyrtilega inní rúmfötin.. alveg kríthvítur og slappur!! hehehe.. það var bara sniðug sjón! Við rifum hann nú á lappir af því að hann var að verða of seinn á fund með slúttnefndinni... Restin af deginum.. eða til kl 5 fór í spjall og kaffidrykkju og mikinn hlátur.. Um 5 leytið þá fór maður nú að reyna að sparsla í hrukkurnar svo maður yrði nú boðlegur í mannfagnaðinn um kvöldið... Fordrykkurinn var svo kl 7 á Hótel Kirkjubæjarklaustri og var hann grænn þetta árið... borðhald hófst svo rét fyrir kl 21..

Maturinn var ómótstæðilega góður og bráðnaði kjötið hreinlega uppí manni.. enda ekki við öðru að búast.. frá Inga og Elsu!!! Skemmtiatriðin voru mörg og margvísleg og ekki slapp ég frá þeim... ég er samt alveg sannfærð um að ef ég hefði verið lengur en viku í slöktun þá hefði ég átt skrattans skemmtiatriðin skuldlaust.. hehehe .. !! ég nefnilega fékk að ég held 4 eða 5 skot á mig!

Guðni Már fór á kostum á gítarnum.. og var mikið sungið til kl 02:00.. þá var okkur hent út af barnum.. en við létum það nú ekki stoppa okkur í teitinu... hópnum var þá smalað uppá bílpall og haldið með hann uppá sláturhússloft... þar sem að áframhald var á gleðinni... og þegar ég skreiddist heim um kl hálf 6 þá var ég nú ekki síðust... !!

En svona til að hafa það allt á hreinu þá hafa þessir dagar í sveitasælunni á Klaustri verið algjört sælgæti... bæði fyrir líkama og sál!

Núna er samam rútínan tekin við og ég er ekki alveg að finna mig í henni ennþá.... en ég vona að það komi nú fljótlega... :o)

en jæja þá þarf ég að halda áfram að vinna...

until later

knus og kram


skrifað af Beta kl. 17:58

laugardagur, október 30, 2004
þá er laugardagurinn kominn...

fimmtudagurinn var góður.... 950 stykkjum slátrað, meiriparturinn fullorðið... þannig að það var pínu erfiður dagur... en það var nú jafnað út með smá bjór um kvöldið... :o) Bjórinn lagar allt skal ég segja ykkur, alveg ótrúlegt hvða hann gerir... ég að vísu var að heyra að það virkaði voðalega vel að gefa nautum 1-2 bjóra áður en því er slátrað... það yrði svo slakt að það væri mikið betra að eiga við það og það blæddi miklu betur og þar af leiðandi að kjötið yrði miklu betra... ég sel það ekki dýrara en ég keypti það!!! þannig að ef þið prófið, endilega látið mig vita, þetta er kannski ný leið til að ráða við dýrin... bara fylla þau og þá er þeim nett sama að maður hendi einni kúlu í hausinn á þeim.... jahá!! :o)

En já föstudagurinn.... úff hann var tekinn snemma, svona um 6 leytið!!! Og svona rétt til að vekja mig þá fékk ég mér smá Koníakssnafs... það var líka svo rosalega kalt í kjötsalnum... he hemm.... já já!! Dagurinn var svo rosalega ljúfur.... var mestan partinn í réttinni hjá Oddsteini að stússast... skafa grindurnar og hjálpa til við að leggja inn og sonna..... við vorum að vísu líka voða dugleg að drekka "lýsið"... en það er hefð í slöktuninni að í 10 kaffinu þá er "bragðbætt lýsi" borið fram og er maður vinsamlegast beðinn að taka mikið lýsi af því að það "hressir, bætir og kætir"... og þurftum við Oddsteinn náttúrulega að fá okkur 3-4 skeiðar!! voða ljúft! :o)
Svo fór nú að líða að hádeginu og þá var nú bjórinn og Capteininn smakkaður verulega ört... og voru flestir orðnir mjúkir þegar haldið var áfram að slátra.... bara svona eðlilegt! Það hvarf nú alltaf einn og einn fram í klefa öðru hvoru .... og komu þeir voðalega smjattandi inn í sal aftur... hehe.... en dagurinn endaði á því að ég fór að bera á bekkina síðasta 10g hálfan tímann... og sungum við Stefán alveg hástöfum, öllum til skemmtunar og vorum við alveg "dýrlega jákvæð".... :o) Vatnsslagurinn var góður þetta árið, nema að ég held hreinlega að ég hafi frosið þegar Guðni náði mér og skellti smúl niður hálsmálið á mér... með köldu vatni!!!! ohhh... helvíti skal ég launa honum þetta..... :o) En þegar ég loksins koms heim þá ver ég þokkalega búin á því... það eina sem ég orkaði var að fara í sturtu og kíkja á Guðný og Helga og Önnu Siggu!! svo var ég hreinlega rotuð um kl 12......!!!

Dagurinn í dag er búinn að vera góður.... skrapp í klippingu til Esterar í Vík og í kvöld á að fara að hita aðeins upp fyrir Slúttið annað kvöld... Það eru tónleikar á Systrakaffi og ég held hreinlega að stefnan sett þangað .... þannig að ... :o)

until later....

knus og kram


skrifað af Beta kl. 18:50

miðvikudagur, október 27, 2004
jæja þá er kominn miðvikudagur.....

eftir að ég skrifaði síðast þá renndi ég mér niður á Hóetl til hennar Júllu.... í rauninni var ég nú aðallega að tékka á því hvort að það væri eitthvað fólk á barnum... svo var ekki, þannig að ég stoppaði smá hjá Júllu og spjallaði... en hún var nú svona líka svaka upptekin að það var nú ekki mikið hægt að spjalla..... þaðan lá leiðin upp á sláturhúsloft... jújú þar fann ég líf... eða allavegana smá líf, hann andaði ennþá og hresstist heldur við þegar ég mætti á svæðið... :o)
Þar var spjallað og bjór drukkinn... !!! Bjórinn rennur alltaf jafn ljúft niður skal ég segja ykkur!!

Þriðjudagurinn var langur... úff!!! 1050 stk drepin... og ég var aðallega í því að bera á bekkina.... nema hvað að það ákvað einhver rosa góðhjartaður bóndi að lina þjáningar tveggja hrúta sinna..... sem að ég lenti í að skella yfir á fláningsbekkinn..... við getum sagt að það var ekki létt verk... en ég hafði að koma öðrum yfir .... hann var nú ekki nema ca 110-120 kílóa helv... stykki!! EN ÉG KOM HONUM YFIR ALVEG SJÁLF.... ég að vísu gaf mér smá tíma í að peppa mig upp aður .. og fláningsmennirnir og aðrir voru farnir að hvetja mig ... Sigurgeir baust nú til að hjálpa... en mín bara sagði "nei takk!!" og vippaði honum yfir... geri aðrir betur... !!! Hitt helv.. var stærra þannig að ég bað Kjartan um að hjálpa mér með hann.... ég held hreinlega að ég hefði drull.. í buxurnar ef ég hefði reynt að koma honum yfir... !! :o)
Í gærkveldi þá ákvað ég nú að taka hana Önnu Siggu með mér á barinn til Júllu... í einn bjór.... ummmm hvað hann rann ljúft niður... það sem var samt sniðugast við þetta var að ég hitti sveitunga minn... og ræddum við mikið um hvað brasað var á ströndinni á árum áður!!! :o)
gaman að því...

og svo í dag þá held ég hreinlega að ég sé að deyja.... 12 tíma vinna í dag... 973 stk drepin... en af því þá var stór hluti fullorðnar rollur.... og lenti ég í því að bera á bekkina... úff!!! segi ekki meir...!!!

En það er alltaf sami skemmtilegi húmorinn í gangi og maður veinar endalaust úr hlátri í öllum pásum!! ég held hreinlega að ég verði með sixpack dauðans og 250 ára eftir þessa daga!! :o)

en well hunnýs... þá er kominn matur hjá Erlu frænku!!

until later

knus og kram


skrifað af Beta kl. 19:19designed by w4rnawarni and modified by Rosie G.